þri 12. desember 2017 21:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville: Mourinho hefur náð betri árangri en Van Gaal
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, lét býsna áhugaverð ummæli falla í gær.

Van Gaal var gagnrýndur harkalega fyrir tíma sinn hjá United þar sem félagið þótti spila lélegan og hundleiðinlegan fótbolta.

Hollendingurinn er þó á því máli að Man Utd hafi spilað skemmtilegri fótbolta undir sinni stjórn en það gerir núna hjá Jose Mourinho. „„United spilar varnarsinnaðan bolta. Þegar ég var við stjórn spiluðum við sóknarsinnað. Því til sönnunar er að liðin sem við mættum lögðu öll rútunni gegn okkur," sagði hann.

Gary Neville, fyrrum leikmaður United og sérfræðingur hjá Sky Sports, segir þetta ekki rétt.

„Ég las ummæli Louis van Gaal um leikstíl United, en að mínu mati er Jose Mourinho á leið með liðið í betri átt," segir Neville.

„Jose hefur líka náð betri úrslitum, hann hefur farið alla leið með liðið í Evrópukeppni og þá er liðið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þannig að hann hefur náð meiri árangri."

„United-liðið er að verða betri, það þarf þolinmæði. Jose hefur staðið sig mjög vel síðustu 18 mánuðina."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner