þri 12. desember 2017 12:40
Elvar Geir Magnússon
Riðlaskipting Lengjubikarsins - KR og Breiðablik saman í riðli
KR hefur unnið Lengjubikarinn síðustu tvö ár. Hér eru Rúnar Kristinsson og Óskar Örn Hauksson.
KR hefur unnið Lengjubikarinn síðustu tvö ár. Hér eru Rúnar Kristinsson og Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er ríkjandi Lengjubikarmeistari í kvennaflokki.
Valur er ríkjandi Lengjubikarmeistari í kvennaflokki.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Lengjubikarinn, deildabikarkeppni KSÍ, fer af stað í febrúar á komandi ári en búið er að birta riðlaskiptingu keppninnar.

KR er ríkjandi deildabikarmeistari í karlaflokki en liðið hefur unnið þessa keppni oftast allra, sjö sinnum.

Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar ÍBV eru saman í riðli-1 en hér að neðan má sjá riðlaskiptinguna.

Valur er deildabikarmeistari í kvennaflokki.

A-deild karla:

Riðill 1:
Valur
Víkingur R.
ÍBV
ÍA
Fram
Njarðvík

Riðill 2:
KR
Breiðablik
KA
Þróttur R.
Magni
ÍR

Riðill 3:
Stjarnan
Fjölnir
Keflavík
Víkingur Ó.
Leiknir R.
Haukar

Riðill 4:
FH
Grindavík
Fylkir
HK
Þór
Selfoss

Leikin er einföld umferð. Sigurvegarar riðlanna komast í undanúrslit mótsins.

A-deild kvenna:
Stjarnan
Breiðablik
FH
Valur
ÍBV
Þór/KA

Fjögur efstu liðin í A-deild fara í undanúrslit.

Smelltu hér til að sjá riðlaskiptinguna í B- og C-deild
Athugasemdir
banner
banner
banner