þri 12. desember 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Alex einn sá besti
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er einn af bestu markvörðum dönsku úrvalsdeildarinnar.

Það er komið vetrarfrí og því hefur vefsíðan ákveðið að búa til lið tímabilsins í dönsku úrvalsdeildinni hingað til með hjálp frá lesendum sínum. Lesendur fá að kjósa einn leikmann í hverja stöðu, en nokkrir leikmenn eru tilnefndir í hverja stöðu.

Fyrsta staðan á vellinum sem kosið er um er markvarðarstaðan.

Þar er Rúnar Alex á meðal þeirra sem tilnefndir eru. Hann hefur verið frábær í marki Nordsjælland en hann eignaði sér stöðu aðalmarkvarðar fyrir nokkru.

Rúnar Alex er í augnablikinu í þriðja sæti í kosningunni. Smelltu hér til að nýta kosningaréttinn.

Rúnar Alex er 22 ára gamall og á einn A-landsleik fyrir Íslands hönd. Sá leikur kom í Katar í síðasta mánuði.



Athugasemdir
banner
banner