Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 12. desember 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri Sam við Mourinho: Átt ekkert að gera í þessu
Stóri Sam gefur Mourinho ráð.
Stóri Sam gefur Mourinho ráð.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri Gylfa Sigurðssonar og félaga í Everton, segir að kollegi sinn Jose Mourinho hjá Manchester Unitd eigi ekkert að spá í því þótt andstæðingurinn fagni duglega.

Mourinho hefur sett spurningamerki við hegðun og menntun leikmanna Manchester City eftir fagnaðarlæti þeirra eftir grannaslaginn um síðustu helgi.

Leikmenn Manchester City fögnuðu sigrinum með því að spila háværa tónlist inn í klefa. Opið var inn í klefann þegar Jose Mourinho labbaði framhjá á leið sinni í viðtöl.

Mourinho kallaði eitthvað inn í klefa og í kjölfarið fóru hann og Ederson að rífast. Þá varð allt vitlaust og leikmenn beggja liða blönduðu sér í slaginn.

Mjólk var hellt yfir Mourinho og Mikel Arteta, aðstoðarstjóri City, fékk skurð í andlitið eftir að plastflösku var kastað í hann.

Allardyce hefur nú tjáð sig um málið en hann fékk spurningu um það á blaðamannafundi sínum í dag.

„Ef leikmenn vilja spila háværa tónlist og syngja og dansa eftir sigur er það undir þeim komið. Það er ekki undir þér komið sem stjóri andstæðinganna að gera eitthvað í þessu."

„Mourinho á að hvetja leikmenn sína að gera þetta, að vinna til þess að geta fagnað svona næst."

Sjá einnig:
Mourinho: Mismunandi hegðun og mismunandi menntun
Athugasemdir
banner
banner
banner