banner
   þri 12. desember 2017 08:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Telur að Tommy Nielsen sé mikilvægasti leikmaður sem spilað hefur fyrir FH
Tommy Nielsen.
Tommy Nielsen.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tommy Nielsen er mikilvægasti leikmaður sem hefur spilað í treyju FH að mínu mati," sagði Heimir Guðjónsson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

„Hann kom inn 2003. Ég var fyrirliði liðsins og þegar þú ert á miðjunni er erfitt að stjórna aftur fyrir sig. Tommy kom inn, frábær leikmaður og þvílíkur leiðtogi."

Daninn lék í hjarta varnar FH og varð Íslandsmeistari með liðinu 2004, 2005, 2006, 2008 og 2009.

„Hann var frábær að spila boltanum út úr vörn. Það hafði ekki verið mikið um það áður að hafsentar væru þetta góðir að spila boltanum. Það voru ekki bara stuttar sendingar heldur líka langar. Hann átti mjög auðvelt með að skipta 30-40 metra sendingum milli vængja," sagði Heimir.

„Þegar maður varð síðan þjálfari þurfti maður ekkert að hafa áhyggjur af varnarleiknum. Hann bara sá um þetta, talaði við varnarmennina og sagði hvernig ætti að gera þetta. Þeir voru margir þarna sem nutu góðs af því."

„Hann gerði leikmennina í kringum sig betri og það er einstakur eiginleiki að hafa í liðssporti."

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Heimi í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner