þri 12. desember 2017 21:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Stöger byrjar vel með Dortmund
Leikmenn Dortmund gátu loksins fagnað.
Leikmenn Dortmund gátu loksins fagnað.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund vann loksins fótboltaleik í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Eftir að hafa skipt um þjálfara á sunnudaginn síðasta vannst loksins sigur í kvöld.

Peter Bosz var vikið úr starfi á sunnudaginn og í hans stað var Peter Stöger, fyrrum þjálfari Köln, ráðinn.

Stöger fer vel af stað þar sem Dortmund vann 2-0 útisigur á Mainz í kvöld. Varnarmaðurinn Sokratis Papastathopoulos og Japaninn Shinji Kagawa sáu um markaskorun.

Þetta er fyrsti sigur Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni frá því í lok september og er liðið komið upp í fjórða sæti deildarinnar, 10 stigum á eftir toppliði Bayern München sem á leik til góða.

Það voru tveir aðrir leikir að klárast á sama tíma. Borussia Mönchengladbach tapaði 1-0 gegn Freiburg og Eintracht Frankfurt skellti Hamburger SV á útivelli.

Freiburg 1 - 0 Borussia M.
1-0 Nils Petersen ('20 , víti)

Hamburger 1 - 2 Eintracht Frankfurt
1-0 Kyriakos Papadopoulos ('9 )
1-1 Marius Wolf ('16 )
1-2 Mijat Gacinovic ('24 )

Mainz 0 - 2 Borussia D.
0-1 Sokratis Papastathopoulos ('55 )
0-2 Shinji Kagawa ('89 )

Sjá einnig:
Þýskaland: RB Leipzig opnaði dyrnar fyrir Bayern
Athugasemdir
banner
banner