Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. desember 2017 12:10
Elvar Geir Magnússon
Wenger: Fótboltamenn geta ekki alltaf verið englar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að ekki sé hægt að gera þá kröfu á fótboltamenn að sýna ástríðu og fulla vinnusemi innan vallarins og vera svo alltaf eins og englar strax eftir leikina.

Þar er Wenger að vitna í lætin sem urðu á Old Trafford eftir sigur Manchester City gegn Manchester United.

„Í súmó-glímu getur maður ekki séð hvor það var sem vann. Sigurvegarinn sýnir ekki ánægju vegna virðingar fyrir andstæðingnum. Er þetta eitthvað sem við getum endurskapað? Ég held ekki, það er ekki hluti af okkar menningu. Það er erfitt að sætta sig við að tapa stórum leikjum og sjá innileg fagnaðarlæti andstæðingana. Manni finnst eins og það hafi verið ráðist á sig," segir Wenger.

„Í stórum grannaleikjum geta komið upp svona atvik. Fjölmiðlar byggja spennuna upp með því að tala um að leikirnir séu upp á líf og dauða, svo eru menn hissa þegar allt sýður upp úr eftir leikina. Þetta er bara hluti af mikilvægum leikjum, stundum fara menn yfir strikið. Það hefur gerst hjá okkur, það gerðist hjá þeim. Auðvitað viltu að ástríðan sé inni á vellinum."

Wenger og lærisveinar í Arsenal eiga leik gegn West Ham á miðvikudagskvöld. Hamrarnir eru fullir sjálfstrausts eftir sigur gegn Chelsea um liðna helgi.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner