Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. janúar 2018 17:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Jón Daði og Hörður varamenn
Hörður kom inn á þegar 89 mínútur voru liðnar.
Hörður kom inn á þegar 89 mínútur voru liðnar.
Mynd: Getty Images
Jón Daði sat allan tímann á bekknum.
Jón Daði sat allan tímann á bekknum.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Enginn af íslensku leikmönnunum í Championship-deildinni byrjaði fótboltaleik á þessum laugardegi.

Aron Einar Gunnarsson er meiddur, en hinir þrír fengu allir það verkefni að byrja á varamannabekknum.

Sjá einnig:
Championship: Cardiff aftur á sigurbraut

Hörður Björgvin Magnússon hefur byrjað síðustu leiki Bristol City en í dag byrjaði hann á bekknum. Hann kom inn á þegar lítið var eftir í tapi gegn Norwich á heimavelli.

Jón Daði Böðvarsson var þá ónotaður varamaður þegar Reading gerði markalaust jafntefli gegn Hull City.

Topplið Wolves gerði einnig markalaust jafntefli, gegn Barnsley og er nú bara með 10 stiga forystu á toppnum. Leeds tapaði 1-0 gegn Ipswich og er sem stendur í sjöunda sæti.

Barnsley 0 - 0 Wolves

Birmingham 0 - 3 Derby County
0-1 Johnny Russell ('19 )
0-2 Matej Vydra ('56 )
0-3 Andi Weinmann ('89)

Brentford 2 - 0 Bolton
1-0 Florian Jozefzoon ('41 )
2-0 Neal Maupay ('91)

Bristol City 0 - 1 Norwich
0-1 James Maddison ('79)

Burton Albion 1 - 3 QPR
0-1 Aramide Oteh ('32 )
1-1 Lloyd Dyer ('34 )
1-2 Conor Washington ('75 )
1-3 Massmo Luongo ('87)

Hull City 0 - 0 Reading

Ipswich Town 1 - 0 Leeds
1-0 Bersant Celina ('67 )
Rautt spjald: Eunan O'Kane, Leeds ('37)

Middlesbrough 0 - 1 Fulham
0-1 Oliver Norwood ('95, víti)

Millwall 1 - 1 Preston NE
1-0 Aiden O'Brien ('44 )
1-1 Callum Robinson ('80)

Leikur Nott. Forest og Aston Villa hefst 17:30. Birkir Bjarnason byrjar á varamannabekknum hjá Villa.



Athugasemdir
banner
banner