Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. janúar 2018 17:35
Ingólfur Stefánsson
Einkunnir Chelsea og Leicester - Morata þristaður
Morata átti ekki góðan leik í dag
Morata átti ekki góðan leik í dag
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg átti ágætis leik.
Jóhann Berg átti ágætis leik.
Mynd: Getty Images
Chelsea og Leicester gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea hafa nú ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og voru heppnir að tapa ekki fyrir Leicester í dag.

Harry Maguire varnarmaður Leicester var maður leiksins að mati Skysports. Hann fékk 8 í einkunn líkt og Riyad Mahrez sem komst nálægt því að skora í dag.

Hjá Chelsea fékk enginn hærra en 6 í einkunn. Framherjinn Alvaro Morata fékk einungis 3 og þá fékk Cesc Fabregas 4.

Jóhann Berg og félagar í Burnley töpuðu 1-0 gegn Crystal Palace. Timothy Fosuh-Mensah varnarmaðurinn sem er á láni hjá Crystal Palace frá Manchester United var maður leiksins. Jóhann Berg fékk 6 í einkunn og var meðal hæstu manna Burnley.

Chelsea - Leicester:

Chelsea:Courtois (6), Azpilicueta (6), Cahill (5), Rudiger (5), Moses (6), Bakayoko (5), Kante (5), Fabregas (4), Alonso (6), Hazard (4), Morata (3)

Varamenn: Christensen (6), Willian (5), Pedro (5)

Leicester: Schmeichel (6), Amartey (7), Maguire (8), Dragovic (7), Chilwell (5), Mahrez (8), Ndidi (6), James (7), Albrighton (6), Okazaki (7), Vardy (6)

Varamenn: Gray (5), Iborra (5), Fuchs (5)

Maður leiksins: Harry Maguire




Crystal Palace - Burnley

Crystal Palace: Hennessey (6), Fosu-Mensah (8), Kelly (6), Tomkins (6), van Aanholt (6), McArthur (7), Milivojevic (6), Riedewald (6), Zaha (6), Sako (7), Benteke (6)

Varamenn:Enginn

Burnley: Pope (6), Bardsley (5), Tarkowski (6), Mee (7), Taylor (7), Gudmundsson (6), Cork (6), Defour (6), Hendrick (5), Vokes (5), Barnes (5)

Varamenn: N'Koudou (5), Wells (N/A)

Maður leiksin: Timothy Fosu-Mensah
Athugasemdir
banner
banner
banner