Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. janúar 2018 19:31
Ingólfur Stefánsson
England: Tottenham skoraði fjögur gegn Everton
Mynd: Getty Images
Tottenham 4-0 Everton
1-0 Heung-Min Son
2-0 Harry Kane
3-0 Harry Kane
4-0 Christan Eriksen

Leik Tottenham og Everton í ensku úrvalsdeildinni lauk með öruggum 4-0 sigri Tottenham.

Staðan í hálfleik var 1-0 eftir mark frá Heung Min Son. Tottenham voru sterkari aðilinn í leiknum og hefði forskotið getað verið stærra.

Framherjinn Harry Kane kom Tottenham í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks eftir frábæren sprett frá Son. Kane potaði boltanum í autt markið en Everton menn vildu fá rangstæðu og höfðu eitthvað til síns máls.

Harry Kane var svo aftur á ferðinni eftir klukkutíma leik þegar hann skoraði sitt 20. mark á tímabilinu og það 98. í ensku úrvalsdeildinni fyrir Tottenham. Hann er því orðinn markahæsti leikmaður Tottenham í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Christian Eriksen gulltryggði sigur Tottenham eftir frábært spil liðsins. Dele Alli átti hælsendingu á Eriksen sem skoraði örugglega með skoti úr teignum.

Tottenham fer með sigrinum upp að hlið Liverpool fjórða sæti deildarinnar. Liðin eru bæði með 44 stig og með 25 mörk í plús í markahlutfalli. Liverpool á leik til góða gegn Manchester City á Anfield á morgun.

Athugasemdir
banner
banner
banner