Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. janúar 2018 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kynþáttafordómar í Rússlandi - „Súkkulaðið bráðnar í sólinni"
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kynþáttafordómar er stórt vandamál í rússneska fótboltanum eins og annars staðar, á því liggur enginn vafi.

Nú er rússneska félagið Spartak Moskva mikið á milli tannanna á fólki eftir myndband sem var sett á Twitter-síðu félagsins. Myndbandinu hefur nú verið eytt.

Á myndbandinu sjást þrír leikmenn, sem eru dökkir á hörund á æfingu og eru þeir að teygja. Við myndbandið er skrifað „sjáið hvernig súkkulaðið bráðnar í sólinni."

Þetta tíst er birt aðeins sex mánuðum áður en HM verður haldið í Rússlandi og einni viku eftir að Liverpool kvartaði til UEFA eftir Rhian Brewster, leikmaður unglingaliðs félagsins, varð fyrir kynþáttafordómum í leik gegn Spartak Moskvu.

Margir netverjar hafa hraunað yfir Spartak Moskvu og hvatt UEFA og FIFA til að grípa til aðgerða.






Athugasemdir
banner
banner
banner