lau 13. janúar 2018 18:39
Ingólfur Stefánsson
Harry Kane búinn að bæta markamet Sheringham
Magnaður
Magnaður
Mynd: Getty Images
Tottenham og Everton eigast við í ensku úrvalsdeildinni í augnablikinu. Staðan er 2-0 fyrir Tottenham. Son kom Tottenham yfir í fyrri hálfleik og það var svo Harry Kane sem kom þeim í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks.

Kane bætti svo við öðru marki sínu á 59. mínútu leiksins.

Þetta var mark númer 98 hjá Harry Kane í ensku úrvalsdeildinni fyrir Tottenham. Hann er nú markahæsti leikmaður Tottenham í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Teddy Sheringham var áður markahæstur með 97 mörk.

Kane er í frábæru formi og hefur nú skorað 20 mörk í deildinni á þessu tímabili. Hann var valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni í desember. Þetta var í sjötta skipti sem hann fær þau verðlaun og jafnaði með því met Steven Gerrard.

Ótrúlegur árangur hjá þessum magnaða framherja sem er enn einungis 24. ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner