Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. janúar 2018 11:30
Fótbolti.net
Kjarnafæðismótið: Magni vann Tindastól
Kristinn Þór Rósbergsson skoraði fyrra mark Magna.
Kristinn Þór Rósbergsson skoraði fyrra mark Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tindastóll 0 - 2 Magni
0-1 Kristinn Þór Rósbergsson ('50)
0-2 Ívar Sigurbjörnsson ('58)

Í gær mættust lið Tindastóls og Magna. Bæði lið töpuðu fyrsta leik í mótinu og voru því stigalaus.

Fyrri hálfleikur fór mjög rólega af stað og fór leikurinn að mestu fram á miðjum vellinum þó Magnamenn hafi verið heldur sterkari og voru líklegri án þess að skapa sér hættuleg færi.

Á 20. mínútu vildi Magni fá víti eftir að leikmaður þeirra féll í teignum eftir tæklingu varnarmanns Tindastóls en Þóroddur Hjaltalín dómari leiksins var ekki á sama máli og lét leikinn halda áfram.

Þegar líða fór á fyrri hálfleikinn hertu Magnamenn tök sín á leiknum og komust í þrjú góð færi en voru klaufar á nýta þau ekki. Magni byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og á 50. mínútu komst Kristinn Þór Rósbergsson einn í gegn eftir flotta stungusendingu og lyfti boltanum yfir markmann Tindastóls í stöngina og inn.

Áfram héldu Magnamenn að þjarma að vörn Tindastóls sem skilaði öðru marki á 58. mínútu þegar að Ívar Sigurbjörnsson fékk sendingu frá hægri og setti boltann milli fóta markmanns Tindastóls og í netið. Eftir þetta áttu Magnamenn bæði skot í slá og í stöng og voru mun líklegri til að bæta við marki en Tindastóll að minnka muninn. Síðustu 15 mínúturnar gerðist sáralítið og fjaraði leikurinn út.

Sanngjarn sigur Magna, Tindastólsmönnum gekk illa að skapa sér færi og reyndi ekkert á markmann Magna. Magna menn voru duglegri að skapa sér færi og með meiri yfirvegun og heppni þá hefðu þeir vel getað sett fleiri mörk.
Athugasemdir
banner
banner