lau 13. janúar 2018 11:23
Gunnar Logi Gylfason
Klopp vildi fá Sané
Leroy Sané
Leroy Sané
Mynd: Getty Images
Leroy Sané greindi frá því í viðtali við the Guardian að Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, hafi viljað fá sig í sín lið.

Klopp, sem þjálfaði Borussia Dortmund á árunum 2008-2015, vildi fá Sané í Dortmund á meðan leikmaðurinn var enn í unglingaliðum Schalke. „Ég hefði getað farið yfir þegar ég var enn í unglingaliðinu en mér datt ekki í hug að fara til erkifjendanna."

Áhugi Klopp á Sané dvínaði ekki og reyndi Klopp aftur að fá leikmanninn í sitt lið eftir að hafa tekið við stjórnartaumunum hjá Liverpool. Það var áður en leikmaðurinn gekk í raðir Manchester City. Hann segist ekki sjá eftir að hafa valið City framyfir Liverpool.

„Ég sé ekki eftir neinu. Ég er ánægður og á marga vini hérna, það eru allir mjög skemmtilegir og það er mikið hlegið," sagði Sané að lokum en Liverpool og Manchester City mætast á Anfield, heimavelli Liverpool, klukkan 16:00 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner