lau 13. janúar 2018 20:00
Ingólfur Stefánsson
Mynd: Watford jafnaði með hendi
Mynd: Twitter
Southampton og Watford gerður 2-2 jafntefli í hörkuleik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Watford jafnaði metinn á 90. mínútu leiksins með marki frá Abdoulaye Doucoure.

Það virðist þó vera að markið hafi aldrei átt að standa en eins og má sjá á meðfylgjandi mynd notar Doucoure hendina til þess að koma boltanum í netið.

Mauricio Pellegrino þjálfari Southampton var ósáttur með að markið hafi fengið að standa.

„Þetta var augljóst, það sáu allir að þetta var hendi en línuvörðurinn dæmdi ekkert og við getum ekkert gert í því."

Marco Silva þjálfari Watford vildi ekki tala um markið í leikslok en viðurkenndi að það hefði ekki átt að standa.

„Það eru allir búnir að sjá þetta, ég þarf ekki að ræða um þetta mark. Svona hlutir gerast og við höfum fengið ákvarðanir gegn okkur fyrr á tímabilinu. Ég skil vel að leikmenn og þjálfari Southampton séu ósáttir. Ég hef verið það eftir slæmar ákvarðanir líka."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner