Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 13. janúar 2018 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoraði þrjú mörk og Leicester reif fram veskið
Diabate hefur skorað þrjú mörk í 18 leikjum á tímabilinu.
Diabate hefur skorað þrjú mörk í 18 leikjum á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Leicester hefur keypt sóknarmanninn Fousseni Diabate frá Gazelec Ajaccio, sem leikur í B-deild Frakklands. Kaupverðið nemur 4,4 milljónum punda.

Hinn 22 ára gamli Diabate skrifaði undir fjögurra- og hálfs árs samning við Leicester.

Hann er annar leikmaðurinn sem Leicester fær í þessum mánuði en áður höfðu kaupin á portúgalska miðjumanninum Adrien Silva verið tilkynnt. Leicester hafði fyrir löngu keypt Silva en gat ekki tilkynnt hann fyrr en nú.

Athygli vekur að Leicester hafi borgað 4,4 milljónir punda fyrir Diabate þar sem hann hefur aðeins skorað þrjú mörk í 18 leikjum í frönsku B-deildinni á þessu tímabili.

Hann er sóknarmaður en getur líka spilað sem kantmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner