Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. janúar 2018 17:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid tapaði á heimavelli
Zidane hlýtur að finna fyrir pressu í starfi.
Zidane hlýtur að finna fyrir pressu í starfi.
Mynd: Getty Images
Hörmulegt gengi Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili heldur áfram.

Í dag tapaði liðið á heimavelli gegn Villareal. Sigurmarkið skoraði Pablo Fornals á 87. mínútu.

Sjá einnig:
Útvarpsumræða - Hvað er í gangi hjá Real Madrid?

Madrídingar eru í fjórða sæti La Liga með 32 stig, 16 stigum frá toppliði Barcelona. Það er eiginlega hægt að útiloka það að Real Madrid muni standa aftur uppi sem meistari.

Fyrr í dag gerði Girona sér lítið fyrir og valtaði yfir Las Palmas, 6-0. Girona er í níunda sæti og Las Palmas á botninum.

Girona 6 - 0 Las Palmas
1-0 Christian Stuani ('25 , víti)
2-0 Michael Olunga ('58 )
3-0 Borja Garcia ('64 )
4-0 Michael Olunga ('70 )
5-0 Cristian Portu ('75 )
6-0 Michael Olunga ('80 )

Real Madrid 0 - 1 Villarreal
0-1 Pablo Fornals ('87 )
Athugasemdir
banner
banner
banner