lau 13. febrúar 2016 11:36
Elvar Geir Magnússon
Abel Dhaira sendir hjartnæmar þakkarkveðjur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska fótboltafjölskyldan hefur heldur betur tekið höndum saman eftir að greint var frá því að Abel Dhaira, markvörður ÍBV, væri að glíma við erfið veikindi.

Ljóst er að Abel mun ekki geta spilað með Eyjamönnum í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Hann hefur fengið stuðning úr öllum áttum en nú er í gangi söfnun til að gera baráttu hans léttbærari.

Hann er að glíma við krabbamein og framundan er dýr lyfjameðferð.

Abel er gríðarlega þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið og ritar hjartnæmar þakkarkveðjur á Facebook.

Þar þakkar hann meðal annars Íslendingum fyrir en hér að neðan má sjá kveðjuna.

Sjá einnig: Söfnun til stuðnings Abel

Glory be to Almighty God . I would love to thank everyone from the bottom of my heart for the amizing Love , your...

Posted by Dhaira Abel on Friday, February 12, 2016

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner