Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. febrúar 2016 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Benzema viðurkenndi lygar í fjárkúgunarmálinu
Mynd: Getty Images
Karim Benzema viðurkenndi lygar sínar fyrir dómara í fjárkúgunarmáli Mathieu Valbuena.

Benzema hafði sagt Valbuena að hann væri búinn að sjá kynlífsmyndbandið sem fjárkúgunarmálið snýst um, þegar hann var í raun ekki búinn að því.

„Ég hefði átt að segja honum að ég var ekki búinn að sjá myndbandið," sagði Benzema við dómarann.

„Ég var sýna mig, þetta er svona eins og þegar maður lýsir bíómynd sem maður hefur aldrei séð en maður þykist hafa séð hana. Ég hef aldrei séð myndbandið umtalaða."

Benzema hefur legið undir rannsókn vegna síns parts í málinu og er þátttaka hans með franska landsliðinu á EM í hættu vegna þess.

„Hann sagði við mig að hann væri búinn að sjá myndbandið, hann sór við líf dóttur sinnar og sagði að myndbandið væri kynþokkafullt," sagði Valbuena við franskan dómara síðasta nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner