Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 13. febrúar 2016 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: World of Johan Cruyff 
Cruyff er 2-0 yfir gegn krabbameininu
Cruyff gerði 33 mörk í 48 landsleikjum fyrir Holland. Auk þess lék hann meðal annars fyrir Ajax og Barcelona, en hann hefur einnig stýrt þessum liðum.
Cruyff gerði 33 mörk í 48 landsleikjum fyrir Holland. Auk þess lék hann meðal annars fyrir Ajax og Barcelona, en hann hefur einnig stýrt þessum liðum.
Mynd: Getty Images
Hinn 68 ára gamli Johan Cruyff greindist með lungnakrabbamein síðasta október en er strax kominn á bataveg.

Cruyff segir að sér líði eins og hann sé 2-0 yfir gegn krabbameininu og leikurinn sé enn í fyrri hálfleik.

„Eftir þónokkrar læknisferðir get ég sagt að niðurstöðurnar eru búnar að vera jákvæðar," skrifar Cruyff.

„Ég get þakkað frábærum læknum fyrir það, fólkinu sem stendur mér næst og jákvæðu hugarfari.

„Eins og staðan er núna líður mér eins og ég sé 2-0 yfir í fyrri hálfleik í leik sem enn er ólokið og ég er viss um að bera sigur úr býtum að lokum."

Athugasemdir
banner
banner