Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 13. febrúar 2016 19:22
Arnar Geir Halldórsson
England: Chelsea lék sér að Newcastle
Gaman hjá þessum í kvöld
Gaman hjá þessum í kvöld
Mynd: Getty Images
Chelsea 5 - 1 Newcastle
1-0 Diego Costa ('5 )
2-0 Pedro ('9 )
3-0 Willian ('17 )
4-0 Pedro ('59 )
5-0 Bertrand Traore ('83 )
5-1 Andros Townsend ('90 )

Englandsmeistarar Chelsea unnu algjöran yfirburðasigur á Newcastle í síðasta leik dagsins í enska boltanum sem fram fór á Stamford Bridge í Lundúnum.

Fyrir leikinn skildu aðeins sex stig liðin að en Chelsea var í 14.sæti og Newcastle í því sautjánda.

Eftir tæplega 20 mínútna leik voru heimamenn komnir með þriggja marka forystu eftir mörk frá Diego Costa, Pedro og Willian.

Pedro bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Chelsea eftir tæplega klukkutíma leik og varamaðurinn Bertrand Traore kom Chelsea í 5-0 á 83.mínútu.

Gestirnir sýndu örlítið lífsmark undir blálokin þegar nýliðinn Andros Townsend skoraði en þetta var fyrsta mark kappans fyrir Newcastle eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Tottenham í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner