Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. febrúar 2016 05:55
Óðinn Svan Óðinsson
England í dag - Manchester United mætir Sunderland
Sammi sopi mætir á Old Trafford
Sammi sopi mætir á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Sjö leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og hefst veislan strax í hádeginu þegar Sunderland fær Manchester United í heimsókn.

Það hefur staðið nokkur styr um Sunderland í liðinni viku en Adam Johnson, leikmaður liðsins, var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni og var hann í kjölfarið rekinn frá félaginu.

Klukkan 15:00 fara fram fimm leikir og ber þar hæst að Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea taka svo á móti Southampton.
Gylfi og félagar í Swansea hafa verið á mikill siglingu efttir að Ítalinn Francesco Guidolin tók við liðinu en þeir eru nú taplausir í síðustu fjórum leikjum í deildinni.

Á sama tíma fær Everton West Brown í heimsókn á Goodison Park, Watford heimsækir Crystal Palace, Norwich fær West Ham í heimsókn og loks mætast Bournemouth og Stoke.

Klukkan 17:30 fær Chelsea strákana frá norður Englandi í Newcastle United í heimsókn á Stamford Bridge.

Þessi lið mættust seinast í ensku úrvalsdeildinni þann 26. september en þeim leik lauk með 2-2 jafntefli í hörkuleik.


Laugardagur:
12:45 Sunderland - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)
15:00 Swansea - Southampton (Stöð 2 Sport 2)
15:00 Everton - West Brom (Stöð 2 Sport 3)
15:00 Crystal Palace - Watford (Stöð 2 Sport 4)
15:00 Norwich - West Ham (Stöð 2 Sport 5)
15:00 Bournemouth - Stoke (Stöð 2 Sport 6)
17:30 Chelsea - Newcastle (Stöð 2 Sport 2)

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner