Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. febrúar 2016 14:44
Elvar Geir Magnússon
England: Man Utd tapaði á Leikvangi ljóssins í fyrsta sinn
DeAndre Yedlin og Lamine Kone í baráttu við Wayne Rooney.
DeAndre Yedlin og Lamine Kone í baráttu við Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Sunderland 2 - 1 Manchester Utd
1-0 Wahbi Khazri ('3 )
1-1 Anthony Martial ('39 )
2-1 Lamine Kone ('82 )

Sunderland afrekaði það að vinna Manchester United í fyrsta sinn á Leikvangi ljóssins í hádegisleiknum í enska boltanum í dag.

Sóknarmiðjumaðurinn Wahbi Khazri kom Sunderland yfir strax í byrjun leiks en hann kom til Sunderland í janúarglugganum frá Bordeaux.

Anthony Martial kláraði frábærlega þegar hann jafnaði í 1-1 fyrir hálfleik.

Átta mínútum fyrir leikslok skoraði Fílabeinsstrendingurinn Lamine Kone sigurmarkið. Hann skallaði að marki, David de Gea var í boltanum en náði ekki að verja.

Manchester United missti af dýrmætum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti en Sunderland, sem er enn í fallsæti þrátt fyrir sigurinn, fékk afar dýrmæt stig í baráttunni um að vera í úrvalsdeildinni næsta tímabil.

Aumingja Louis van Gaal.
Athugasemdir
banner
banner
banner