banner
   lau 13. febrúar 2016 10:10
Elvar Geir Magnússon
Icardi segir að Man Utd hafi áhuga á sér
Powerade
Mauro Icardi, sóknarmaður Inter.
Mauro Icardi, sóknarmaður Inter.
Mynd: Getty Images
Pearson á líka hrós skilið.
Pearson á líka hrós skilið.
Mynd: Getty Images
Oviedo er búinn að skrifa undir nýjan samning við Everton.
Oviedo er búinn að skrifa undir nýjan samning við Everton.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan laugardag. Það er mikið stuð á Englandi að vanta og slúðurblöðin í gírnum. BBC tók saman flesta molana hér að neðan.

Sóknarmaðurinn Mauro Icardi (22), fyrirliði Inter, segir að Manchester United hafi sent fyrirspurn varðandi sig í janúarglugganum. (Corriere dello Sport)

Annar leikmaður Inter, japanski landsliðsbakvörðurinn Yuto Nagatomo (29) segist hafa hafnað tilboði frá United í sama glugga. (FourFourTwo)

Tom Collomosse hjá London Evening Standard segir það alls ekki rétt að fréttir um Louis van Gaal og hans framtíð hafi verið skáldaðar upp. (BBC Radio 5 live)

Van Gaal segir að sitt lið hafi spilað eins og sigurvegarar það sem af er árinu 2016 (Manchester Evening News)

Guus Hiddink, stjóri Chelsea, segir að arftaki sinn á Stamford Bridge gæti átt í vandræðum með að lokka toppleikmenn til félagsins. (Guardian)

Þá segir Hiddink að Alexandre Pato (26) og Matt Miazga (20) sem komu í janúar séu ekki tilbúnir til að spila fyrir aðalliðið. (London Evening Standard)

Frank Lampard, fyrrum miðjumaður Chelsea, segir að John Terry (35) eigi skilið að fá nýjan samning á Brúnni. (Shortlist)

Willian (27) leikmaður Chelsea segir að liðsfélagi sinn, Ruben Loftus-Cheek (20), hafi allt til að verða magnaður fótboltamaður. (Squawka)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, hvetur úrvalsdeildarfélög að halda miðaverði þannig að stuðningsmenn hafi efni á að koma á völlinn. (Manchester Evening News)

Luis Suarez (29), framherji Barcelona, segir að hann muni aðeins snúa aftur í ensku úrvalsdeildina til að spila fyrir Liverpool. (Daily Mail)

Riyad Mahrez (24) vængmaður Leicester segir að Nigel Pearson, fyrrum stjóri liðsins, eigi sinn þátt í velgengni liðsins. (Daily Mirror)

Claudio Ranieri hefur tilkynnt landsliðsþjálfaranum Roy Hodgson að miðjumaðurinn Danny Drinkwater (25) sé tilbúinn að spila fyrir þjóð sína. (Leicester Mercury)

Hodgson hefur áhuga á að nota Dele Alli (19) leikmann Tottenham og Jack Wilshere (24) hjá Arsenal sem miðjudúett á EM í sumar en óttast að hann fái ekki tækifæri til að sjá þá spila saman fyrir mót. (Times)

Jurgen Klopp segist ekki vera neinn töframaður og hann eigi því ekki galdraformúlu til að snúa gengi Liverpool við. (Guardian)

Ignacio Camacho (25) miðjumaður Malaga heimsótti æfingasvæði Liverpool ásamt umboðsmanni sínum á fimmtudag. (Read Liverpool)

Steve McClaren, stjóri Newcastle, segir að varnarmaðurinn meiðslahrjáði Steven Taylor (28) þurfi að sanna að hann eigi skilið að fá nýjan samning. (Daily Star)

Senegalski miðjumaðurinn Cheikhou Kouyate (26) er að fara að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við West Ham. (Daily Mirror)

Varnarmaðurinn Bryan Oviedo (25) hefur skrifað undir nýjan þriggja og hálfs árs samning við Everton. (Heimasíða Everton)

Slaven Bilic, stjóri West Ham, segir að það verði erfitt að endurskapa stemninguna á Upton Park þegar félagið flytur á Ólympíuleikvanginn næsta tímabil. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner