Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. febrúar 2016 05:55
Óðinn Svan Óðinsson
Ítalía í dag - Toppslagur í Torinu
Dybala og félagar mæta Napoli
Dybala og félagar mæta Napoli
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fara fram í 25. umferð ítalska boltans í dag.

Stórleikur umferðarinnar fer fram í dag þegar Juventus tekur á móti Napoli í toppslag í Tórínó.

Napoli er á toppi deildarinnar með tveggja stiga forystu á Juve, en Fiorentina er í þriðja sæti, átta stigum á eftir Juve.

Með sigri í dag geta strákarnir í Juventus endurheimt toppsætið en liðið er tveim stigum á eftir Napoli með 54 stig.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst klukkan 19:45.


Laugardagur:
14:00 Empoli - Frosinone
17:00 Chievo - Sassuolo
19:45 Juventus - Napoli (Stöð 2 Sport 3)

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner