lau 13. febrúar 2016 21:39
Arnar Geir Halldórsson
Ítalía: Zaza skaut Juve á toppinn á síðustu stundu
Rafmögnuð stemning
Rafmögnuð stemning
Mynd: Getty Images
Varnarmenn Juve slökktu í Higuain
Varnarmenn Juve slökktu í Higuain
Mynd: Getty Images
Juventus 1 - 0 Napoli
1-0 Simone Zaza (´88)

Ítalíumeistarar Juventus sitja einir á toppi Serie A eftir dramatískan sigur á Napoli í uppgjöri toppliðanna í kvöld.

Leiksins var beðið með mikilli eftirvæntingu enda um tvö langbestu lið Ítalíu um þessar mundir að ræða.

Leikurinn var þó ekki mikið fyrir augað og augljóst að bæði lið lögðu mikla áherslu á að tapa ekki leiknum.

Raul Albiol komst næst því að skora fyrir Napoli. Gianluigi Buffon sýndi frábær viðbrögð og varði frá Spánverjanum en dómarinn hafði dæmt Albiol brotlegan.

Argentíska ungstirnið Paulo Dybala fékk gott færi til að koma Juventus í forystu en skot hans fór yfir markið.

Það var svo varamaðurinn Simone Zaza sem tryggði Juventus sigur með skoti utan teigs en boltinn fór af varnarmanni Napoli sem gerði Pepe Reina erfitt um vik.

Fimmtándi sigur Juventus í röð staðreynd og hefur liðið nú haldið hreinu í sex leikjum í röð. Það þýðir að Juve hefur eins stigs forskot á Napoli á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner