lau 13. febrúar 2016 06:00
Óðinn Svan Óðinsson
Margrét Lára stimplar sig inn í íslenska boltann með látum
Margrét Lára mætt í Val
Margrét Lára mætt í Val
Mynd: Valur
Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir hefur eins og kunnugt er snúið heim úr atvinnumennsku en hún samdi á dögunum við sitt gamla félag Val.

Það er ljóst að það er mikil lyftistöng fyrir íslenskan kvennabolta að fá Margréti aftur heim og gera Valsmenn miklar væntingar til Margrétar fyrir komandi leiktímabil.

Margrét lék síðast á Íslandi sumarið 2008 en þá skoraði hún 32 mörk í 18 leikjum áður en hún hélt út í atvinnumennsku.

Stuðningsmenn Vals hafa svo sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum með endurkomu Margrétar þar sem hún hefur skorað hvorki meira né minna en 13 mörk í fyrstu fjórum leikjum Reykjavíkurmótsins.

Þar eru Valskonur komnar í úrslit þar sem þær mæta Fylki en leikurinn fer fram á fimmtudaginn næstkomandi í Egilshöll.
Athugasemdir
banner
banner
banner