Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 13. febrúar 2016 10:30
Elvar Geir Magnússon
Ofursunnudagur - Líkleg byrjunarlið í leikjunum þremur
Coutinho skoraði flott mark fyrir Liverpool á miðvikudag.
Coutinho skoraði flott mark fyrir Liverpool á miðvikudag.
Mynd: Getty Images
Það er svo sannarlega tilefni til að vera uppi í sófa á morgun sunnudag en þá verða þrír þrusuflottir leikir í enska boltanum... reyndar er Valentínusardagurinn svo það verður erfitt fyrir einhverja að réttlæta sófaáhorfið.

Klukkan 12 mætast tvö lið sem eru í baráttunni um enska meistaratitilinn, Arsenal og Leicester. Hvorugt liðið er að glíma við alvarleg meiðslavandræði núna og gæti Danny Welbeck verið á bekknum hjá Arsenal eftir að hafa jafnað sig á slæmum hnémeiðslum.

Botnlið Aston Villa mætir Liverpool klukkan 14:05. Hjá Villa verður Jack Grealish fjarri góðu gamni vegna ökklameiðsla og Jordan Ayew er enn í leikbanni. Daniel Sturridge, Divock Origi og Philippe Coutinho ættu allir að vera klárir í slaginn fyrir Liverpool eftir að hafa leikið í bikarnum gegn West Ham í miðri viku.

Þá mætast Manchester City og Tottenham 16:15, lið sem eru bæði í titilbaráttunni. Vincent Kompany er leikfær hjá City og Dele Alli er kominn í fínt stand og ætti að byrja hjá Tottenham.

Líklegt byrjunarlið City: Hart; Zabaleta, Kompany, Demichelis, Clichy; Fernandinho, Fernando; Silva, Toure, Sterling; Aguero.

Líklegt byrjunarlið Tottenham: Lloris; Walker, Alderweireld, Wimmer, Davies; Dembele, Dier; Son, Eriksen, Alli; Kane.

Hér að neðan eru líkleg byrjunarlið í fyrri tveimur sunnudagsleikjunum að mati Guardian.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner