banner
   lau 13. febrúar 2016 15:24
Elvar Geir Magnússon
Rooney: Virkilega erfitt að ná topp fjórum núna
Rooney gefur dómaranum svip í dag.
Rooney gefur dómaranum svip í dag.
Mynd: Getty Images
Vandræði Manchester United halda áfram en liðið missti af dýrmætum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti þegar liðið tapaði fyrir Sunderland í dag.

„Við sköpuðum ekki nægilega mörg færi og það vantaði í ákefðina. Við unnum ekki nægilega marga seinni bolta og vörum föstum leikatriðum illa. Það kostaði okkur," sagði fyrirliðinn Wayne Rooney.

„Það verður erfitt fyrir okkur að ná inn á topp fjóra núna. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því."

Stóri Sam Allardyce, stjóri Sunderland, var öllu hressari enda hans menn að ná í stig sem eru gulls ígildi í fallbaráttunni. Sunderland er enn í fallsæti en er ekki langt frá öryggi.

„Þessi leikur þróaðist á svipaðan hátt og leikurinn gegn Manchester City sem við töpuðum 1-0 en við fengum það sem við áttum skilið. Þetta var ótrúlegur sigur fyrir okkur," sagði Sammi sem mun pottþétt fagna með nokkrum ísköldum í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner