Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. febrúar 2016 18:08
Arnar Geir Halldórsson
Southampton ekki fengið á sig mark síðan Forster sneri aftur
Mikilvægur
Mikilvægur
Mynd: Getty Images
Það er óhætt að segja að mikilvægi Fraser Forster, markvarðar Southampton hafi sýnt sig að undanförnu.

Þessi stóri og stæðilegi Englendingur meiddist illa í leik gegn Burnley í mars á síðasta ári og í kjölfarið tapaði Southampton fimm af síðustu átta deildarleikjum sínum.

Southampton lauk keppni í 7.sæti ensku úrvalsdeildarinnar síðastliðið vor eftir að hafa verið í baráttu um Meistaradeildarsæti framan af móti.

Dýrlingarnir hófu þessa leiktíð alls ekki vel því liðið vann aðeins einn af fyrstu sex leikjum sínum.

Þegar Fraser Forster mætti aftur í markið í 21.umferð á móti Watford fyrir sléttum mánuði síðan sat Southampton í 13.sæti, sjö stigum frá fallsæti og búið að fá á sig 24 mörk í 20 leikjum.

Þá hafði Southampton aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum og virtist útlitið svart á St.Mary´s.

Í dag skaust Southampton hinsvegar upp í sjötta sæti deildarinnar þegar liðið vann 1-0 sigur á Swansea og hefur liðið haldið markinu hreinu síðan Forster mætti aftur í markið eða í alls sex leikjum í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner