Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. febrúar 2016 21:24
Arnar Geir Halldórsson
Spánn: Loksins vann Valencia
Þungu fargi létt af þessum
Þungu fargi létt af þessum
Mynd: Getty Images
Valencia 2 - 1 Espanyol
0-1 Oscar Duarte ('52 )
1-1 Alvaro Negredo ('71 )
2-1 Denis Cheryshev ('76 )

Undur og stórmerki áttu sér stað í spænska boltanum í kvöld þegar Valencia vann loksins fótboltaleik.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Oscar Duarte gestunum í Espanyol yfir snemma í síðari hálfleik og hefur eflaust farið um Gary Neville, stjóra Valencia.

Hann brá þá á það ráð að setja Alvaro Negredo inn af bekknum og það skilaði sér því Negredo jafnaði metin á 71.mínútu. Denis Cheryshev, lánsmaður frá Real Madrid tryggði svo Valencia langþráðan sigur með marki á 76.mínútu.

Fyrsti sigur Valencia í deildinni síðan þann 7.nóvember síðastliðinn og um leið fyrsti deildarsigur liðsins undir stjórn Neville.

Valencia því komið í 11.sæti deildarinnar en Espanyol er í 17.sæti, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir
banner
banner