Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 13. febrúar 2016 12:23
Ívan Guðjón Baldursson
Þurftu að handtaka uppdópaðan og vopnaðan Marcus Bent
Mynd: Getty Images
Marcus Bent hefur verið dæmdur fyrir að sýna lögreglunni ógnandi tilburði þegar hann mætti lögregluþjónum vopnaður kjötexi og eldhúshníf.

Bent er 37 ára gamall og lék fyrir meira en 15 félög á ferli sínum sem atvinnumaður í knattspyrnu.

Bent hringdi í lögregluna því hann hélt að það væri innbrotsþjófur í húsinu sínu. Þrír lögregluþjónar mættu á svæðið en enginn opnaði hurðina þegar það var bankað.

Þá heyrðu lögregluþjónarnir í Bent vera að kalla á hjálp frá baðherberginu og voru þrír lögregluþjónar kallaðir á svæðið til viðbótar.

Þegar lögregluþjónarnir sex gerðu sig tilbúna til að brjóta niður hurðina opnaði Bent og stóð fyrir framan þá með kjötexi og eldhúshníf. Hann var ber að ofan og í fjólubláum jogging buxum.

„Bent var blindur af reiði, augu hans voru víð, kjálkarnir gnístust saman og hann var með kreppta hnefa," stendur meðal annars í lögregluskýrslunni.

Bent var dæmdur í eins árs fangelsisvist, en þarf ekki að sitja inni og er þess í stað á skilorði í tvö ár. Þá þarf hann að ljúka 200 klukkustundum í samfélagsþjónustu og er með fasta útivistartíma fyrstu mánuði skilorðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner