lau 13. febrúar 2016 15:39
Ívan Guðjón Baldursson
Tyrkland: Ólafur Ingi og félagar unnu fjórða leikinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Genclerbirligi 2 - 0 Bursaspor
1-0 Ante Kulusic ('69)
2-0 Moestafa El Kabir ('71)

Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn á miðju Genclerbirligi er liðið mætti Bursaspor í tyrknesku efstu deildinni.

Leikurinn í dag var mjög jafn og komu bæði mörk leiksins um miðjan síðari hálfleik, með aðeins tveggja mínútu millibili.

Bæði mörkin voru skoruð af samherjum Ólafs Inga Skúlasonar og er Genclerbirligi nú um miðja deild eftir að hafa unnið fjóra leiki í röð.

Genclerbirligi er í 11. sæti af 18, 11 stigum frá falli og 9 stigum frá evrópubaráttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner