Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. febrúar 2016 08:00
Óðinn Svan Óðinsson
Yannick Bolasie að snúa aftur eftir meiðsli
Yannick Bolasie
Yannick Bolasie
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn knái Yannick Bolasie er að koma til baka eftir erfið meiðsli en hann mun væntanlega verða leikfær eftir um viku. Þetta staðfesti knattspyrnustjóri Crystal Palace , Alan Pardew á blaðamannafundi í dag.

Bolasie sem er algjör lykilmaður hjá Palace hefur ekkert komið við sögu síðan 19. desember vegna meiðsla sem hann hefur verið að glíma við í mjöðm.

Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir Pardew og hans menn því síðan Bolasie meiddist hefur gengi liðsins versnað gríðarlega.

„Liðin í deildinni munu byrja að hræðast okkur á ný þegar við endurheimtum Bolasie,” sagði Alan Pardew.

Þegar kappinn meiddist sat liðið fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur hreinlega hrapað niður töfluna og situr nú í 12. sæti.

Crystal Palace mætir Watford í nágrannaslag um helgina.
Athugasemdir
banner