Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 13. febrúar 2016 22:33
Arnar Geir Halldórsson
Zaza: Gleymi þessu augnabliki seint
Mikilvægt mark
Mikilvægt mark
Mynd: Getty Images
Simone Zaza reyndist hetja Juventus í uppgjöri toppliðanna í Serie A í kvöld þegar Juve vann dramatískan sigur á Napoli.

Juventus er því með eins stigs forystu á toppnum en meistararnir hófu titilvörnina á hræðilegan hátt og voru í vandræðum framan af móti.

Að undanförnu hefur hinsvegar allt gengið eins og í sögu og sigurinn í kvöld var sá fimmtándi í röð.

„Við unnum toppliðið og nú erum við komnir á toppinn. Ég er viss um að við getum unnið deildina. Þetta var erfiður leikur á móti mjög sterku liði og við getum verið ánægðir með okkar frammistöðu."

„Nú erum við að leiða og þetta er í okkar höndum. Ég vona að markið mitt muni hafa áhrif á lokastöðuna í deildinni,"
sagði Zaza.

Þessi 24 ára gamli Ítali kom inn af bekknum fyrir Alvaro Morata eftir um klukkutíma leik og skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok.

„Ég hafði heppnina með mér en ég mun ekki gleyma þessu augnabliki í bráð. Liðsfélagarnir eiga hrós skilið fyrir baráttuna sem þeir sýndu allan leikinn," sagði Zaza, sigurreifur.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner