Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 13. febrúar 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Atli Sveinn ráðinn yfirþjálfari hjá Stjörnunni (Staðfest)
Atli Sveinn Þórarinsson.
Atli Sveinn Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Atli Sveinn Þórarinsso, fyrrum fyrirliði Vals og KA, hefur verið ráðinn yfirþjálfari knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Hann tekur við af Davíð Snorra Jónassyni sem var á dögunum ráðinn þjálfari U17 ára landsliðs Íslands.

„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ykkur að knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur ráðið Atla Svein Þórarinsson sem yfirþjálfara yngri flokka deildarinnar. Atli Sveinn ætti að vera flestum fótboltaáhugamönnum kunnur þar sem hann á glæsilegan feril að baki sem leikmaður," segir á Facebook síðu yngri flokka Stjörnunnar.

„Atli Sveinn tekur til starfa sem yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Stjörnunnar 1. mars og á sama tíma mun Davíð Snorri Jónasson ljúka störfum. Knattspyrnudeild Stjörnunnar bindur miklar vonir við Atla Svein og telur hann vera rétta manninn til að leiða okkar frábæra þjálfarateymi og metnaðarfulla starf í yngri flokkum knattspyrnudeildar Stjörnunnar."

Atli Sveinn lagði skóna á hilluna árið 2015 en hann lék á ferli sínum níu landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann spilaði einnig í þrjú ár með Örgryte í Svíþjóð.

Í fyrra þjálfaði Atli 2. flokk karla hjá KA eftir að hafa þjálfað meistaraflokk Dalvíkur/Reynis árið 2016. Áður þjálfaði hann einnig 4, 5, 6 og 7. flokk hjá KA.

Atli Sveinn hefur, samhliða þjálfun, starfað sem grunnskólakennari frá 2008 til dagsins í dag en hann útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands sama ár.
Athugasemdir
banner
banner