Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 13. febrúar 2018 12:00
Fótbolti.net
Meistaraspáin: Hvað gerir Tottenham gegn Juve?
Bjössi og Tryggvi eru á sínum stað.
Bjössi og Tryggvi eru á sínum stað.
Mynd: Fótbolti.net
Juventus fær Tottenham í heimsókn í kvöld.
Juventus fær Tottenham í heimsókn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Sane er að jafna sig af meiðslum og gæti spilað í kvöld!
Sane er að jafna sig af meiðslum og gæti spilað í kvöld!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Boltinn byrjar loksins að rúlla á nýjan leik í Meistaradeildinni í kvöld klukkan 19:45 þegar 16-liða úrslitin hefjast.

Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals og Tryggvi Guðmundsson markahrókur hafa undanfarin ár verið sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni og þeir verða þar áfram.

Fótbolti.net kemur með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn.

Tryggvi vann keppnina í fyrra en nú er nýtt tímabilið hafið.

Sigurbjörn Hreiðarsson

Basel 1 - 3 Man City
City menn einfaldlega betra lið og náðu að sigla þægilegum sigri heim um helgina þar sem þeirra helsti skorari er bara að auka sjálfstraustið.

Juventus 1 - 0 Tottenham
Verður forvitnileg viðureign. Juve með mikla reynslu i keppninni gegn Tottenham sem hefur verið að gera góða hluti undanfarið gegn bestu liðum heima fyrir. Spái 1-0 fyrir Juve sem verða alsælir með þetta.

Tryggvi Guðmundsson

Basel 0 - 2 Manchester City
Basel hafa nú oft komið á óvart í þessari keppni en City, Englandsmeistarar 2017-2018, eru bara svo agalega flottir (gæjalegir eins og sagt er í Eyjum) og fara heim með nokkuð þægileg 3 stig í búningatöskunni.

Juventus 2 - 0 Tottenham
Juve með útisigur á Fiorentina (sem minnir mig alltaf á Batistuta) 0-2 og þar áður heimasigur 7-0. Spursarar unnu einnig um helgina gegn arfaslöku liði Arsenal. Juventus er með miklu betra lið en Arsenal og vinna 2-0. Kane skorar ekki, augljóslega.

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Basel 0 - 3 Man City
Basel á ekki fræðilega möguleika á því að komast út úr þessu einvígi. Manchester City tryggir sér farseðilinn í næstu umferð í leiknum í Sviss og getur haft það kósý í seinni leiknum.

Juventus 1 - 1 Tottenham
Algjört 50/50 einvígi sem ég er mjög spenntur fyrir. Það er einhver ára yfir Spurs í Meistaradeildinni þetta tímabilið og þeir ná sér í gómsæt úrslit fyrir seinni leikinn á Wembley.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner