þri 13. febrúar 2018 23:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faxaflóamótið: Stjarnan skoraði 14 gegn Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 1 - 14 Stjarnan
Mark Grindavíkur: María Sól Jakobsdóttir
Mörk Stjörnunnar: Katrín Ásbjörnsdóttir 3, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 3, Harpa Þorsteinsdóttir 3, Guðmunda Brynja Óladóttir 2, Birna Jóhannsdóttir 2, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir

Stjarnan valtaði yfir Grindavík í Faxaflóamóti kvenna, svo vægt sé til orða tekið.

Staðan að fyrri hálfleik loknum var 9-0 fyrir Stjörnuna!

María Sól Jakobsdóttir minnkaði muninn fyrir Grindavík í byrjun fyrri hálfleiks en lengra komst Grindavík ekki. Stjarnan aftur á móti setti fimm mörk til viðbótarog vann 14-1!

Katrín Ásbjörnsdóttir, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir gerðu allar þrennu fyrir Stjörnuna.

Þetta eru afar athyglisverð úrslit í ljósi þess að bæði lið eru í Pepsi-deild kvenna. Stjarnan endaði í fjórða sæti á síðasta tímabili og Grindavík endaði í því sjöunda.

Stjarnan er í öðru sæti A-riðils Faxaflóamótsins, með sjö stig eftir fjóra leiki. Grindavík er án stiga eftir þrjá leiki með 2:25 í markatölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner