þri 13. febrúar 2018 15:30
Elvar Geir Magnússon
Halli Björns: Þjálfarinn klárlega ástæða árangurs Östersund
Haraldur á landsliðsæfingu.
Haraldur á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal heimsækir sænska skíðabæinn Östersund á fimmtudaginn og mætir heimamönnum í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Uppgangur Östersund hefur verið ótrúlegur en undir stjórn Englendingsins Graham Potter hefur verið hreinlega magnaður. Hann hefur komið liðinu upp úr fjórðu deild í þá efstu, gerði það að bikarmeisturum í fyrra og er að ná stórkostlegum árangri í Evrópukeppninni.

Það er allt á kafi í snjó í Östersund í dag.

„Galatasaray fannst of kalt þarna og þeir komu í júlí. Það fór stundum niður í -30 gráðu frost þegar ég var þarna og í febrúar vorum við að byrja að æfa úti á þessum tíma. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig aðstæður verða. Ef Östersund nær að halda hreinu í fyrri leiknum þá getur liðið alveg farið á Emirates og gert eitthvað," sagði Haraldur Björnsson markvörður í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

„Liðið slær út Galatasaray og PAOK. Svo fer það upp úr riðli með Herthu Berlín og Athletic Bilbao."

Haraldur hefur gríðarlega mikið álit á Potter og hans þjálfarahæfileikum.

„Ég held að þetta sé bara 100% heiður þjálfarans. Hann og teymið hans hafa gert þetta frábærlega og vilja alltaf bæta sig og liðið. Hvernig þeir finna leikmenn og fá þá til sín og greina andstæðingana. Þessi árangur næst án þess að félagið sé að spreða peningum, liðið er að missa bestu mennina sína. Þegar hann fer frá Östersund verður mjög erfitt fyrir liðið að finna mann í hans stað."

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Harald úr útvarpsþættinum.

Sjá einnig:
Kona Potter grét daglega í hálft ár í Östersund
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner