þri 13. febrúar 2018 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kane tók fram úr Ronaldinho, Inzaghi og Drogba
Mynd: Getty Images
Harry Kane, framherji Tottenham, er búinn að skora níu mörk í fyrstu níu Meistaradeildarleikjum sínum.

Hann var á skotskónum þegar Tottenham gerði 2-2 jafntefli við Juventusí 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Juventus byrjaði mjög vel og komst í 2-0 eftir aðeins níu mínútna leik. Gonzalo Higuain skoraði bæði mörkin en Kane minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum.

Það var hans níunda mark í fyrstu níu leikjunum í Meistaradeildinni. Það er nýtt met í Meistaradeildinni.

Kane hefur þar með tekið fram úr leikmönnunum eins og Ronaldinho, Simone Inzaghi, Didier Drogba og Diego Costa sem skoruðu allir átta mörk í fyrstu níu leikjum sínum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner