Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 13. febrúar 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Klopp gefur í skyn að Karius spili áfram gegn Porto
Loris Karius.
Loris Karius.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur gefið í skyn að Loris Karius verði í markinu gegn Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun og Simon Mignolet verði áfram á bekknum.

Fyrri hluta tímabils spilaði Mignolet flesta leiki í ensku úrvalsdeildinni á meðan Karius stóð vaktina í Meistaradeildinni.

Eftir að hafa skipst á að spila í kringum hátíðarnar þá hefur Karius spilað sex af síðustu sjö leikjum.

Klopp hefur gefið í skyn að ólíklegt sé að hlutverkaskipti verði núna og Mignolet spili í Meistaradeildinni líkt og Karius gerði fyrir áramót.

„Í hreinskilni sagt þá hef ég ekki tekið lokaákvörðun en þetta er ekki eins staða og áður fyrr. Góður markvörður mun spila en ég hef ekki tekið ákvörðun," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner