þri 13. febrúar 2018 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu jöfnunarmark Eriksen - Buffon átti að gera betur
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen var hetja Tottenham í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Juventus í Meistaradeildinni.

Tottenham byjaði hræðilega og var lent 2-0 undir þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum.

En Harry Kane minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum þegar hann slapp í gegn, lék á Buffon og skoraði.

Hinn danski Eriksen skoraði svo jöfnunarmarkið á 72. mínútu, beint úr aukaspyrnu. Gianluigi Buffon í marki Juventus leit svo sannarlega illa út í markinu og hefði átt að gera mun betur.

Í Meistaradeildarmörkunum sagði fyrrum markvörðurinn Hjörvar Hafliðason: „Það eina góða við þetta skot er að það hittir markið."

Markið má sjá með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner