þri 13. febrúar 2018 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóðu heiðursvörð fyrir Scholes eftir æfingu
,Við sóuðum hæfileikum hans með því að setja hann á vinstri kantinn. Þetta var vanvirðing, einn stærsti glæpur sögunnar.
,Við sóuðum hæfileikum hans með því að setja hann á vinstri kantinn. Þetta var vanvirðing, einn stærsti glæpur sögunnar.
Mynd: Getty Images
Kieron Dyer er að gefa út ævisögu en margar sögur er að finna í henni sem áður hafa ekki komið fram opinberlega. Dyer segir til að mynda frá hræðilegri misnotkun sem hann varð fyrir sem barn. En hann segir líka frá skemmtilegu atviki sem átti sér stað á æfingu hjá enska landsliðinu á sínum tíma.

Paul Scholes á þar í hlut en Scholes lék aðeins 66 landsleiki fyrir Englands hönd á ferli sínum.

Hann ætti með landsliðinu löngu áður en hann lagði skóna á hilluna. Scholes ákvað að leggja landsliðskóna á hilluna þar sem hann var oftast látinn spila á vinstri kantinum með Englandi til að búa til pláss fyrir Steven Gerrard og Frank Lampard á miðjunni.

„Við sóuðum hæfileikum hans með því að setja hann á vinstri kantinn. Þetta var vanvirðing, einn stærsti glæpur sögunnar," segir Dyer, sem lék 33 landsleiki fyrir England, um Scholes.

Dyer segir að Scholes hafi skarað fram úr af þremenningunum.

„Þegar þú talar um Gerrard, Lampard og Scholes, þá var Scholes bestur af þeim og samt var honum fórnað. Einn daginn á æfingu skoraði hann þrjú eða fjögur mörk - og ég er ekki að tala um línupot. Ég er að tala um skot langt utan af velli."

„Þegar æfingin var búin, stóðu leikmennirnir heiðursvörð fyrir hann og klöppuðu fyrir honum. Ég hafði aldrei séð þetta áður og sá þetta aldrei aftur," sagði Dyer um atvikið.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner