þri 13. febrúar 2018 14:25
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mirror 
Telja Man City sigurstranglegast í Meistaradeildinni
Raheem Sterling, leikmaður Man City.
Raheem Sterling, leikmaður Man City.
Mynd: Getty Images
16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu fara af stað í kvöld með tveimur leikjum; Juventus mætir Tottenham og Basel leikur gegn Manchester City.

England er fyrsta þjóðin til að eiga fimm lið í 16-liða úrslitum.

Mirror hefur raðað liðunum í röð eftir líklegum sigurvegurum. Þetta er reiknað út frá árangri liðanna að undanförnu og einnig er horft lengra aftur í tímann.

Birtur var svipaður listi í desember, áður en dregið var í 16-liða úrslitin. Manchester City var í þriðja sæti listans þá en er sett númer eitt í dag.

Innan sviga má sjá ef liðin hafa færst á listanum frá því í desember.

1. Manchester City (+3)
2. Barcelona (+1)
3. Paris Saint-Germain (-2)
4. Real Madrid (-2)
5. Bayern München (-1)
6. Liverpool (+2)
7. Juventus (-1)
8. Manchester United (-1)
9. Tottenham
10. Chelsea
11. Roma (+1)
12. Shaktar Donetsk (+1)
13. Porto (+1)
14. Besiktas (-3)
15. Sevilla
16. Basel

Manchester City hefur verið hrikalega öflugt á þessu tímabili og liðið verður bara betra. Fyrir tímabilið var talað um að Barcelona væri í krísu en Lionel Messi og félagar eru með sjö stiga forystu í La Liga og næstlíklegastir til að vinna Meistaradeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner