Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. febrúar 2018 10:45
Elvar Geir Magnússon
Varane sagður efstur á óskalista Mourinho
Hinn 24 ára Varane á fjórar gullmedalíur úr Meistaradeildinni.
Hinn 24 ára Varane á fjórar gullmedalíur úr Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Mirror segir að Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, ætli að endurnýja varnarlínu liðsins í sumar.

Miðverðirnir Chris Smalling og Phil Jones liggja undir höggi eftir slaka frammistöðu í tapi gegn Newcastle um helgina.

United mun hafa sagt við æðstu menn á Old Trafford að nauðsynlegt sé að opna veskið og styrkja varnarleikinn.

Raphael Varane, franski miðvörðurinn hjá Real Madrid, er efstur á óskalista Mourinho en Varane lék sinn fyrsta leik fyrir Real þegar Mourinho var stjóri þar.

Rauðu djöflarnir hafa líka verið orðaðir við Harry Maguire, miðvörð Leicester. Maguire hefur leikið gríðarlega vel á tímabilinu eftir að hafa komið frá Hull síðasta sumar.

Mourinho hefur verið án síns besta miðvarðar, Eric Bailly, síðustu þrjá mánuði eftir ökklaaðgerð. Victor Lindelöf kom frá Benfica síðasta sumar og þrátt fyrir misjafna leiki hefur Mourinho trú á að Lindelöf geti orðið mikilvægur hlekkur.

Sjá einnig:
Phil Neville: Jones og Smalling búnir að vera hörmulegir
Athugasemdir
banner
banner
banner