Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. mars 2017 14:06
Elvar Geir Magnússon
Traðkaði á Witsel - Hent í varaliðið og lækkaður í launum
Witsel kom til Kína frá Zenit í Pétursborg.
Witsel kom til Kína frá Zenit í Pétursborg.
Mynd: Getty Images
Kínverski landsliðsmaðurinn Qin Sheng hjá Shanghai Shenhua er í vondum málum en eigandi félagsins Wu Xiaohui er bandbrjálaður eftir að hann traðkaði viljandi á mótherja sínum, belgíska landsliðsmanninum Axel Witsel hjá Tianjin Quanjian.

Sheng fékk rauða spjaldið frá dómaranum en eigandinn hefur bætt hressilega ofan á þá refsingu.

Sheng fékk væna sekt, var færður niður í varaliðið og mun verða lækkaður í launum. Þá var honum skipað að senda frá sér opinbera afsökunarbeiðni.

Eigandinn tók sterkt til orða við fjölmiðla og sagði að leikmaðurinn hefði skaðað ímynd félagsins og fótboltans í landinu.

„Fyrir leikinn vorum við búnir að vara Qin Sheng við því að hann þyrfti að bæta hegðun sína inni á vellinum. Viðvaranir okkar komu þó ekki í veg fyrir að þetta gerðist," sagði eigandinn.

Axel Witsel er ein skærasta stjarna kínversku deildarinnar en hann náði að hrista af sér sársaukann eftir traðkið og skoraði í leiknum sem endaði með jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner