Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 13. mars 2018 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fred fer til Man Utd ef hann fer ekki til Man City"
Mynd: Getty Images
Shakhtar Donetsk hefur staðfest að Brasilíumaðurinn Fred sé á leið til Manchester í sumar, en Manchester United og Manchester City munu berjast um krafta hans.

Manchester City hefur lengi verið á eftir honum og er Pep Guardiola mikill aðdáandi leikmannsins.

Nágrannarnir í Manchester United ætla hins vegar ekki að gera City auðvelt fyrir í að landa leikmanninum.

„Fred mun fara í júní," sagði Sergei Palkin, framkvæmdastjóri félagsins, við Corriere dello Sport .

„Ef hann fer ekki til Manchester City, þá fer hann til Manchester United," sagði hann jafnframt.

Fred, sem er 25 ára gamall, miðjumaður hefur verið hjá Shakhtar frá 2013 og staðið sig afskaplega vel.
Athugasemdir
banner
banner