þri 13. mars 2018 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Daði getur ekki beðið eftir að mæta gömlu félögunum
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson hefur verið einn af bestu leikmönnum Reading í Championship deildinni og segist vera spenntur fyrir næsta leik liðsins gegn toppliði Wolves.

Jón Daði spilaði fyrir Úlfana á síðasta tímabili en var seldur til Reading þrátt fyrir að vera dáður af stuðningsmönnum.

„Ég get ekki beðið! Það er alltaf gaman að spila við fyrrverandi liðsfélaga. Mér finnst Wolves frábært félag og ég hlakka til að reyna að vinna leikinn," sagði Jón Daði í viðtali við vefsíðu Reading.

Úlfarnir enduðu í 15. sæti í fyrra en eru á toppi deildarinnar í dag, eftir stórfelldar breytingar síðasta sumar. Nuno Espirito Santo var ráðinn við stjórnvölinn og telur Jón Daði hann hafa breytt miklu.

„Það hafa verið gerðar svakalegar breytingar á félaginu frá því að ég var þar. Þetta er eitt af bestu liðunum í deildinni og við erum allir spenntir fyrir því að mæta þeim bestu."
Athugasemdir
banner
banner
banner