þri 13. mars 2018 19:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kane frá í nokkrar vikur - Verður í kapphlaupi við tímann
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Harry Kane mun ekki spila fótbolta þangað til maí og er í kapphlaupi við tímann að verða heill heilsu fyrir HM í Rússlandi. Þetta segir enska götublaðið Mirror í kvöld.

Þessi 24 ára gamli markaskorari varð fyrir ökklameiðslum í leik Tottenham gegn Bournemouth á sunnudaginn.

Kane hefur skorað 39 mörk fyrir lið og land á þessu tímabili.

Englendingar hafa miklar áhyggjur af Kane, hafa þeir áhyggjur af því hvernig líkamlegt ástand hans verður fyrir HM í sumar.

Það má heldur ekki gleyma því að þetta er mikið áfall fyrir Tottenham sem er í baráttu um Meistaradeildarsæti auk þess sem liðið er enn á lífi í FA-bikarnum þegar átta lið eru eftir þar.
Athugasemdir
banner
banner