Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 13. mars 2018 15:10
Elvar Geir Magnússon
Læknir segir að Guardiola sé með veikt sjálfstraust og lifi í ótta
Læknirinn Hans-Wilhelm Muller-Wohlfahrt.
Læknirinn Hans-Wilhelm Muller-Wohlfahrt.
Mynd: Getty Images
Guardiola á hliðarlínunni hjá Bayern München.
Guardiola á hliðarlínunni hjá Bayern München.
Mynd: Getty Images
Samband Pep Guardiola og læknisins Dr Hans-Wilhelm Muller-Wohlfahrt hjá Bayern München endaði ekki vel. Læknirinn starfar hjá þýska félaginu og fer ekki fögrum orðum um Spánverjann.

Muller-Wohlfahrt segir í nýrri sjálfsævisögu sinni að Guardiola sé með veikt sjálfstraust.

Læknirinn hafði starfað hjá Bayern í 35 ár þegar Guardiola var ráðinn stjóri 2013. Þeir tveir rifust oft á tíðum en Guardiola var ósáttur við að læknirinn vildi ekki mæta á æfingar og var ósáttur við hvernig hann höndlaði meiðslahrjáðan Thiago Alcantara svo eitthvað sé nefnt.

Eftir 3-1 tap Bayern gegn Porto í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sagði Muller-Wohlfahrt læknir upp störfum ásamt þremur öðrum í læknateyminu. Þeir sögðu að þeim hafi verið kennt um tapið.

Bayern kom til baka í seinni leiknum en tapaði gegn Barcelona í undanúrslitum.

Muller-Wohlfahrt var ráðinn aftur til Bayern München eftir að Guardiola fór. Tíminn hefur þó ekki náð að lækna sár.

„Ég tel að Pep Guardiola sé aðili með veikt sjálfstraust og geri allt til að fela það fyrir fólki," segir Muller-Wohlfahrt.

„Þess vegna virðist hann lifa í stöðugum ótta. Ekki í ótta við að tapa heldur að missa styrk og völd."

„Hann vissi allt betur: Fimm mínútna upphitun þurfti að vera nóg. En það gat ekki endað vel. Hann leit á mig eins og móttakara fyrir skipanir sem hann gat stjórnað þegar hann vildi."

Muller-Wohlfahrt segir að samband sitt við Guardiola hafi verið fljótt að versna og hann hafi öskrað reiðilega á Spánverjann.

„Ég öskraði á Guardiola og barði borðið svo fast að það glumdi í diskum og bollum. Í fyrsta sinn í öll þessi ár hjá Bayern þurfti ég að hafa hátt," segir Muller-Wohlfahrt.

Allt er í blóma hjá Guardiola í dag, hann stýrir Manchester City sem er ansi nálægt því að innsigla sigur í ensku úrvalsdeildinni og er í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner